María Loftsdóttir

María er fædd og uppalin í Reykjavík þar sem hún býr í dag. Hún er sjúkraliði að mennt og starfaði um árabil á sjúkrahúsinu Vogi. María fékk snemma áhuga á myndlist og hefur hún málað frá barnæsku og ávallt haft brennandi áhuga á listsköpun. Hún hefur numið myndlist í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlistaskóla Kópavogs. Hún hefur jafnframt sótt fjöldann allan af námskeiðum og myndlistartímum hjá mörgum af okkar helstu myndlistarmönnum hérlendis.

María hefur brennandi áhuga á ferðalögum og hefur hún því einnig sótt fjölda námskeiða erlendis til að auka þekkingu sína og sköpunargleði. Ferðagleði hennar hefur skilað sér sem innblástur í fjölda verka hennar og spanna ferðalögin og listin þeim tengd um víða veröld. María hefur auk þess sýnt verk sín á einkasýningu í Hoikkado, Japan og samsýningu í Wales/UK. 

Listin hjálpar Maríu til að  endurnýja orkuna og gleðja aðra með list sinni. Innblástur fyrir verkin geta verið litir landsins, umhverfið, ferðalög og nánast hvað sem er en alltaf skipa lita og töfrar miklu máli í hennar verkum. María  málar með olíu, akrýl og vatnslitum.

María er meðlimur í Litku-myndlistafélagi, Litagleði -Norrænu vatnslitasamtökunum og Vatnslitafélagi Íslands.