Hvað hef ég eiginlega verið að gera.

Góðan daginn. Veturinn fór í langan tíma í Covid vesen eins og margir og orkan fór ,svo tók tíma í uppbyggingu.

Í sumarbyrjun fór ég til Þýskaland á Málarrámskeið á stað sem heitir Kunsakedemi Römestain og var þar hjá meistara

Dietermar Woelfl ásamt 10 þjóðverjum og við máluðum með akryl og ég kann ekki orð í þýsku, en vá það gekk allt vel og vinnuaðstaðan sú flottast .

Sendi svo stóru myndirnar heim með pósti og þær eru komnar inn á Apolloart. Þetta var áskorun út fyrir þægindarammann.

Svo skellti ég mér á tvö vatnslitanámskeið á vegum Vatnslitafélag Íslands og hef verið að vatnslita í sumarbirtunni.

Fór á Strandir að safna mótívum og Snæfellsnes ,svo frammundan eru næg verkefni.

Vinnustofnan bíður eftir mér og haustið er minn tími.

Er með fjöldan af hugmyndum og sýni ykkur fljótlega akrýlverk.

Góðar stundir þið sem lesið þetta.