Verkefni - Get ég hjálpað til?

Ertu listamaður og hefur verið að hugsa um að halda sýningu eða þú stefnir á að gera verkefni til styrktar vissu málefni. Þú hefur verið að hugsa um að taka skrefið en veist ekki alveg hvernig þú átt að fara af stað.

Ég hef haldið sýningar á listaverkum mínum til styrktar ýmsum málefnum. Spennandi verkefni bæði á Íslandi og Japan. Að vinna með þesskonar verkefni hefur verið gefandi og þroskandi og hef ég fengið mikla reynslu og þekkingu sem tengist verkefnagerð. Þau verkefni sem ég hef unnið við tengjast listaverkunum mínum.

Ég get hjálpað þér að koma þér af stað og byrja á og fullklára verkefni sem þú hefur "dreymt" um að gera. Mín reynsla af að takast á við mismunandi verkefni, allt frá því að hugmyndin fæðist fram, og jafnvel til að sækja um styrk fyrir verkefnið. Einnig er ég með reynslu af skipulagningu og samvinnu við fjölmarga mismunandi aðila í tengslum við verkefnagerð. Ég hef í gegnum árin tileinkað og nýtt mér vissa tækni og reynslu eða praktísk skref sem ég nota við að koma verkefninu á framfæri. Þetta er eitthvað sem ég vil gjarnan deila með þér (ykkur). Þess vegna hef ég tekið þá ákvörðun að bjóða upp á tíma í ráðgjöf og einnig verð ég með námskeið. Í trúi því að það sé það sé þörf fyrir þessa þjónustu. Bæði fyrir listamenn og fleiri.