
Gott fyrir sálina að mála.
Þegar ég kem heim gleðja litirnir sálina og hreinsa hugann eftir amstur dagsins. Ég fékk snemma áhuga á myndlist og hef teiknað og málað frá barnæsku.
Í mörg ár hef ég sótt námskeið í myndlist þar á meðal Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlistaskóla Kópavogs. Auk þess verið í myndlistarhópnum Litagleði sem hittist og málar yfir veturinn og er kennari hópsins, Ásdís Spanó. Einnig hef ég farið á námskeið til Bretlands, Skotlands, Danmerkur og nýlega til Svíþjóðar og Noregs.
Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum og hef tekið með mér stóra blokk og vatnsliti og fangað liti og tilfinningu fyrir hverjum stað, síðast í Japan og Marokko. Listin hjálpar mér að endurnýja orkuna og ég vona að myndirnar mínar gefi ykkur sem skoðið heimasíðuna, gleði í hjarta.

I also enjoy very much traveling in my native country Iceland. A wide selection of my paintings I have done are painted in the Icelandic nature.
Painting mountains are one of my favorite projects. The magnificent nature of Iceland inspires me to paint.